Tjörulagið

Tjörulagið
(Lag / texti: Stefán Bragason og Jóhann G. Jóhannsson / Stefán Bragason)

Hugsaðu þér lungun full af hryglu og skít
hrum og tjörusoðin, næstum gjörónýt
og flöskurnar með súrefni, er fylgja verða þér.
Um hjartað sem að barðist þér í brjósti ótt
en bilað gæti af álaginu strax í nótt
og kransæð fulla af stíflu og krabba er enginn sér.

Þú getur ekki lengur sýnt þann gráa leik
að ganga hér um salina og vaða reyk
og blása honum frá þér eins og biluð díselvél.
Menga þannig loftið fyrir mér og þér
í mósku þeirri sjálfsblekkingin unir sér
en bíddu ekki eftir því að birti upp það él.

Dreptu í, þú drepst ekki af því.
Dreptu í, það reynist þér vel.
Taktu ei reyk, þá taparðu ei leik.
Taktu ei reyk, það farsælt tel.

Heilnæmt loft, helst nógu oft.
Heilnæmt loft, dragðu að þér.
Vertu hress, varastu stress.
Vertu hress, það líkar mér.

Þig losa skalt við reykinn svo þér líði vel
og líkama þinn hreyfa meir´en öðuskel
þú finnur þróttinn vaxa ef þú forðast nikótín.
Þó kistunagla langi þig að kveikja í
þá kominn ertu í hundrað ára tóbaksfrí
ef freistinguna stenstu, þá framtíðin er þín.

Dreptu í, þú drepst ekki af því.
Dreptu í, það reynist þér vel.
Taktu ei reyk, þá taparðu ei leik.
Taktu ei reyk, það farsælt tel.

Heilnæmt loft, helst nógu oft.
Heilnæmt loft, dragðu að þér.
Vertu hress, varastu stress.
Vertu hress, það líkar mér.
 
[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Austfirskir staksteinar]