Töfrar (Þjóðhátíðarlag 2024)
(Lag og texti: Klara Ósk Elíasdóttir og Halldór Gunnar Pálsson)
Ég veit ekki með ykkur en ég er byrjuð fyrir löngu að telja niður.
Mér finnst ég bíða endalaust en tíminn bara aldrei líður.
Og ég veit að það varst þú sem kveiktir eldinn hér
sem að brennur ennþá inni í mér.
Það er ekkert sem að jafnast á við þennan stað, því miður.
Í kvöld ég ætla að dansa alla nóttina og syngja með.
Í kvöld ég ætla að hverfa inn í brekkuna og gleyma mér.
Viðlag
Það eru töfrar inni í Herjólfsdal.
Ég skil hjartað alltaf eftir þar
og það bergmálar í öllu hér
allt sem sungið var á undan mér.
Ég horfi á stjörnubjartan himininn og vildi‘ ég gæti stöðvað tímann,
þú og ég og þetta augnablik vil muna alla ævi mína.
Og ef það er annað líf eftir þetta líf
muntu finna mig á þjóðhátíð,
það er ekkert sem að jafnast á við þennan stað, því miður
Í kvöld ég ætla að dansa alla nóttina og syngja með.
Viðlag
Það eru töfrar inni í Herjólfsdal,
ég skil hjartað alltaf eftir þar
og það bergmálar í öllu hér
allt sem sungið var á undan mér.
Ohhh – ohhh
Ég sé blysin, ég sé brennuna,
ég sé ljósin lýsa leiðina,
ég vil heyra alla eyjuna
syngja með og meina það.
Viðlag
Það eru töfrar inni í Herjólfsdal,
ég skil hjartað alltaf eftir þar
og það bergmálar í öllu hér
allt sem sungið var á undan mér.
Ohhh – ohhh
Og það bergmálar í öllu hér
allt sem sungið var á undan mér.
Það eru töfrar inni í Herjólfsdal,
ég skil hjartað alltaf eftir þar.
[af smáskífunni Jóhanna Guðrún – Töfrar]














































