Túmúró

Túmúró
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)

Ó, langa kvöl ég liðið hef
og lengi einn ég riðið hef
um svartan skóg
og sviðinn mó.

Viðlag
Túmúró, túmúró, túmúrædí-ó,
túmúró, túmúró, túmúrædí-ó,
túmúrædí-ó,
túmúrædí-ó,
túmúró, túmúró, túmúrædí-ó.

Já, harmur minn hann hrekur mig,
hann hrekur mig og rekur mig
um fjöllin há
og fjöllin blá.

Viðlag

Ég þjakaður og þreyttur er.
Ég þreyttur bæði og sveittur er.
En þétt og jafnt
ég þeysi samt.

Viðlag

Því hver er bróðir bestur minn?
Hann Blakkur gamli, hestur minn.
Í erg og gríð
ég áfram ríð.

Viðlag

[engar upplýsingar um lagið á plötum]