Undrastrákurinn Óli

Undrastrákurinn Óli
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)

Já, undarlegur hann Óli var
og um hann sögðu kennarar:
„Vér trúum því að vinur vor
hann verði að lokum prófessor.“

Viðlag
„Guð minn góður!“
hrópaði mamma hans.
„Guð minn góður!“
hrópaði mamma hans.

Á einu kvöldi – ég segi það satt!
– í sjóinn Óli þrisvar datt.
Á eftir sagði hann íbygginn:
„Ég er að kanna hafsbotninn.“

Viðlag

Hann síli bar í brúsa heim;
í baðkerið hann sleppti þeim
og sagði „Mér finnst mikilvægt
að menn leggi stund á fiskirækt.“

Viðlag

Hann oní kjallara eitt sinn féll
og af því hlaut hann slæman skell.
Þá sagði hann mömmu sína við:
„Já, svona er þyngdarlögmálið.“

Viðlag

Í skólann Óli eitt sinn fór
á aðfangadag – þá var mikill snjór.
Hann mundi ekkert eftir því
að allir voru komnir í jólafrí.

Viðlag

Og seinna lágu leiðir hans
um lærdómsdeildir Háskólans.
Og þannig fór að vinur vor
hann varð að lokum prófessor.

Viðlag

[m.a. á plötunni Þrjú á palli ásamt Sólskinskórnum – Ný barnaljóð Jónasar Árnasonar]