Valtýr á grænni treyju
(Lag / texti: Árni Ísleifsson / Einar Rafn Haraldsson)
Valtýr manstu forðum, meðan lék í lyndi
Lífið og þér gæfan brosti við.
Þú áttir fé og frama, flest varð þér að yndi
fönguleg stóð kona þér við hlið
Á grænni treyju gekkstu áður Valtýr
grunlaus um hve örlög hlytir hörð.
Saklaus varstu sviptur lífi Valtýr,
en sekur lifir margur hér á jörð.
Svo var maður myrtur, hann mælti síðast orða
að morðinginn það hefði verið þú.
Síðan varstu sóttur, of seinn varst þér að forða,
á sakleysinu enginn hafði trú.
Færður varst í fjötra, framburður þinn rengdur,
festur upp á gálga manngreyið.
Seinna var það sannað að saklaus varstu hengdur,
svona blint er stundum réttlætið.
Á grænni treyju gekkstu áður Valtýr
grunlaus um hve örlög hlytir hörð.
Saklaus varstu sviptur lífi Valtýr,
en sekur lifir margur hér á jörð.
[á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhanssonar – Austfirskir staksteinar III]














































