Við höldum til hafs á ný

Við höldum til hafs á ný
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)

Við treystum hvern hnút og við strengjum hvert stag.
Já – allt í lagi!
Því akkerum léttum við aftur í dag.
Og við höldum til hafs á ný.

Viðlag
Það er allt í lag!
Já, allt í lagi!
Því sólin hún skín
og í seglunum hvín
og við höldum til hafs á ný.

Viðlag

Við undum hér glaðir við drykkju og dans.
Já – allt í lagi!
Með söknuð í hjarta við lítum til lands.
Og við höldum til hafs á ný.

Viðlag

Já, það eru konur í þessari höfn
Já – allt í lagi!
og léttlyndar sumar – ég nefni engin nöfn!
Og við höldum til hafs á ný.

Viðlag

Þær hafa okkur elskað með heiðri og sæmd.
Já – allt í lagi!
En nú er það búið því buddan er tæmd.
Og við höldum til hafs á ný.

Viðlag

Með kossi við urðum að kveðja þær fljótt.
Já – allt í lagi!
Það faðma þær einhverjir aðrir í nótt.
Og við höldum til hafs á ný.

Viðlag

Já, svon er lífið en sama er mér
Já – allt í lagi!
því konur og vín má fá víðar en hér.
Og við höldum til hafs á ný.

Viðlag

[m.a. á plötunni Þrjú á palli – Við höldum til hafs á ný]