Vísan um dægurlagið (Þjóðhátíðarlag 1954)

Vísan um dægurlagið (Þjóðhátíðarlag 1954)
(Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Sigurður Einarsson)

Nú hljómar inn í bóndans bæ,
í bíl á heiðarvegi,
í flugvél yfir fold og byggð
og fleytu á bláum legi.

Þú hittir djúpan,dreyminn tón,
sem dulinn býr í fólksins sál
og okkar hversdags gleði og grát
þú gefur söngsins væng og mál.
Þú gefur söngsins létta væng
og ljúfa tónamál.

Nú hljómar inn í bóndans bæ,
í bíl á heiðarvegi,
í flugvél yfir fold og byggð
og fleytu á bláum legi.

Þú hittir djúpan,dreyminn tón,
sem dulinn býr í fólksins sál
og okkar hversdags gleði og grát
þú gefur söngsins væng og mál.
Þú gefur söngsins létta væng
og ljúfa tónamál.

[af plötunni Undurfagra ævintýr: Lög Oddgeirs Kristjánssonar – ýmsir]