Zaragoza Panama
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Þegar þú fórst
eins og hiti,
ég bjó um rúmið
og henti magniltöflunum,
ég hef legið
í þúsund og einn dag,
kuðlað sængur
og lesið Daffy Duck.
Tungan bólgnar upp í mér
og þumalputtinn dofið naut,
nautabanar særa dýrið
og mælirinn sýnir 40 gráður,
40 gráðu frost.
Síðhærð stelpa
situr hjá teinunum,
hengir haus
og kíkir í vikublað,
hún er ekki að bíða
eftir næstu lest
og verksmiðjurnar brúnu
sýnast miklu skárri utan frá.
Dúnkast inn í Zaragoza
og vakna svitaklístraður,
himinn er skýjum vafinn
og mælirinn sýnir 40 gráður,
40 gráðu frost.
Panama! Panama!
Hvað ert þú að gera hér
í draumum mínum?
Er eitthvað náið samband?
Er eitthvað náið samband
milli þín og Zaragoza?
Milli þín og Zaragoza.
Gref í skrifborðsskúffunni
og rekst á reglustrikuna,
það sést ekki ský á himni,
mæli og fjarlægðin er 7,5 cm,
Zaragoza Panama.
[m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð]














































