Zoja Kosmodemjanskaja

Zoja Kosmodemjanskaja
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)

Hún barðist fyrir föðurlandið,
hún barðist fyrir ættjörðina
í stormi, snjó og sprengjuregni,
bitur, stolt og hatursfull.
Þeir tóku hana og börðu hana,
þeir hengdu hana í hæsta gálga,
þeir reistu henni myndastyttu,
útnefndu hana „Hetju Sovétríkjanna.“

[m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð+]