Glatkistan óskar eftir upplýsingum um samkomuhús í Sandgerði sem gekk undir nafninu Hljómskálinn og var í notkun að minnsta kosti síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar og fram á áttunda áratuginn.
Svo virðist sem dansleikir hafi verið haldnir í þessu húsi en einnig mun annars konar starfsemi hafa verið þar, ekki er ólíklegt að húsið hafi verið notað í tengslum við Lúðrasveit Sandgerðis sem starfaði á sjöunda áratugnum en um það leyti var einnig öflugt söngstarf í þorpinu og gæti Hljómskálinn hafa gegnt hlutverki æfingahúsnæðis fyrir kórsöng.














































