Hljómsveit hússins [4] (1993-95)

Á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar starfaði hljómsveit undir nafninu Hljómsveit hússins og átti hún lag í kvikmyndinni Ein stór fjölskylda, og á plötu sem kom út í tengslum við myndina. Meðlimir sveitarinnar munu hafa verið þeir Ari Kristinsson píanóleikari, Einar Guðmundsson bassaleikari, Daði Guðbjartsson fiðluleikari og Eggert Einarsson trommuleikari.

Hér er giskað á að um sömu sveit sé að ræða og átti lag á safnplötunni Lagasafnið 3, sem kom út tveimur árum síðar (1993) en óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit/ir.