Hljómsveit Ingu Eydal [2] (2006 / 2009)

Tvívegis komu fyrr á þessari öld hljómsveitir fram á Akureyrarvöku (sumurin 2006 og 2009) undir nafninu Hljómsveit Ingu Eydal, ekki var þó um að ræða sömu sveit og starfrækt hafði verið undir lok 20. aldarinnar undir nafninu Hljómsveit I. Eydal.

Engar upplýsingar er að finna um meðlimi eða hljóðfæraskipan hljómsveitar Ingu en seinna árið (2009) gaf hún út sólóplötu undir nafninu Ástarljóðið mitt – á þeirri plötu leika með henni Benedikt Brynleifsson trommuleikari, Karl O. Olgeirsson hljómborðsleikari, Jón Elfar Hafsteinsson gítarleikar og Jón Rafnsson bassaleikari en ekki er víst að sveit Ingu hafi verið skipuð þeim á Akureyrarvöku.