Upplýsingar óskast um hljómsveit/ir sem Ingvar Jónasson frá Bakkafirði starfrækti í eigin nafni, annars vegar veturinn 1976 til 77 en þá lék hljómsveit hans á áramótadansleik í Þjórsárveri á Þórshöfn á Langanesi – hins vegar lék sveit hans á þorrablóti Bakkfirðinga í Reykjavík árið 1993.
Ekkert liggur frekar fyrir um þessa hljómsveit, hvort Ingvar starfrækti hana samfleytt eða hversu lengi hún starfaði. Þá vantar aukinheldur allar upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan sveitarinnar og er Ingvar sjálfur þar meðtalinn.














































