Lítið liggur fyrir um það sem í heimild er kallað Hljómsveit Jóhanns Baldurssonar en um er að ræða hljómsveit sem þáverandi skólastjóri tónlistarskólans í Ólafsvík starfrækti haustið 2001, sveitin lék að minnsta kosti einu sinni í einkasamkvæmi en gæti hafa komið fram oftar.
Hér er óskað eftir frekari upplýsingum um hljómsveitina, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, einnig hversu lengi sveitin starfaði.














































