Harmonikkuleikarinn Jón Ingi Júlíusson hafði verið virkur í starfsemi Félags harmonikuunnenda í Reykjavík (FHUR) um árabil, verið formaður félagsins um tíma og leikið í hljómsveit þess þegar hann hóf að starfrækja hljómsveit í eigin nafni um miðjan tíunda áratuginn.
Ekki liggur fyrir hversu lengi hann starfrækti hljómsveit sína eða hvort hún starfaði samfleytt eða með sömu meðlimaskipan en heimildir eru um að hún hafi starfað allt til 2006. Þessi hljómsveit eða hljómsveitir munu aðallega hafa leikið fyrir dansi á dansleikjum FHUR í Ártúni, Breiðfirðingabúð, Glæsibæ og víðar.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan auk annarra upplýsinga sem ættu heima hér.














































