Hljómsveit Kristjáns Hreinssonar (1996)

Haustið 1996 starfaði hljómsveit að því er virðist í tengslum við listsýningu, undir nafninu Hljómsveit Kristjáns Hreinssonar (hugsanlega Hljómsveit Kristjáns Hreinssonar og hundurinn Gutti) en svo virðist sem hún sé kennd við ljóðskáldið og tónlistarmanninn Kristján Hreinsson sem þarna hafði gefið út plötu og átti eftir að senda frá sér nokkrar slíkar undir eigin útgáfufyrirtæki sem bar einmitt nafnið Gutti.

Hér er óskað eftir frekari upplýsingum um þessa hljómsveit, meðlimi og hljóðfæraskipan hennar.