Vorið 1970 var hljómsveit sem að öllum líkindum lék gömlu dansana, starfandi undir nafninu Hljómsveit Kristjáns Jónssonar en hún lék á veitingastaðnum Skiphóli í Hafnarfirði um það leyti.
Hér vantar allar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan og annað sem heima ætti í þessari umfjöllun en hugsanlegt er að hér sé að ræða trompetleikarann Kristján Jónsson sem starfaði með ýmsum sveitum á þessum tíma.














































