Hljómsveitakeppni Sánd og IMP [tónlistarviðburður] (2002)

Árið 2002 stóð tímaritið Sánd fyrir hljómsveitakeppni í samstarfi við hljóðverið IMP (Icelandic music production) en verðlaunin voru hljóðverstímar til að hljóðrita þrjú lög, valinkunnir menn úr tónlistarbransanum voru í dómnefnd keppninnar.

Alls munu tuttugu og sjö hljómsveitir hafa tekið þátt í keppninni og það var hljómsveitin Fritz sem sigraði hana, Lunchbox hafnaði í öðru sæti og Unborn í því þriðja. Tvö lög komu svo út með hljómsveitinni á safnplötunni Sándtékk sem Sánd gaf út ári síðar.