Hljómsveitakeppnin á Melgerðismelum [tónlistarviðburður] (1988)

Um verslunarmannahelgina 1988 var haldin útihátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði undir yfirskriftinni Fjör ´88 en á henni komu fram margar af vinsælustu hljómsveitum landsins á þeim tíma s.s. Skriðjöklar, Sálin hans Jóns míns, Sniglabandið og Stuðkompaníið.

Hljómsveitakeppni var haldin á Melgerðismelum en slíkar keppnir höfðu notið mikilla vinsælda á Atlavíkurhátíðunum fáeinum árum fyrr. Reiknað hafði verið með að allt að tíu hljómsveitir myndu taka þátt en þegar upp var staðið voru þær ekki nema sex talsins, sigurvegarar keppninnar var hljómsveitin Þokkalegur moli og líklega var hljómsveitin Bíó í öðru sæti en aðrar upplýsingar er ekki að finna um keppnissveitirnar eða fyrirkomulag keppninnar. Hér er því óskað eftir þeim upplýsingum.