
Stefán R. Gíslason
Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni:
Skúli Sverrisson bassaleikari er fimmtíu og átta ára gamall í dag. Hann hefur starfað og verið með annan fótinn í Bandaríkjunum síðustu árin og gefið út fjöldann allan af sólóplötum frá árunum 1997 en á árum áður starfaði hann í hljómsveitum eins og Pax Vobis, Gömmum og Smartbandinu. Skúli hefur einkum verið djasstengdur, unnið með tónlistarfólki eins og Óskari Guðjónssyni, Jóel Pálssyni, Ólöfu Arnalds og Hilmari Jenssyni, og leikið á plötum margra tónlistarmanna.
Söngvarinn Arnar Freyr Gunnarsson er sömuleiðis fimmtíu og átta ára gamall á þessum degi. Arnar Freyr varð þjóðþekktur þegar hann sigraði Látúnsbarkakeppnina sumarið 1988 en hann hefur einnig sungið og leikið á gítar í fjölmörgum hljómsveitum s.s. Örkinni hans Nóa, Búningunum, Vaxandi, Hugmynd o.fl., hann hefur jafnframt sent frá sér sólóefni.
Skagfirðingurinn Stefán Reynir Gíslason kórstjórnandi og píanóleikari hefði einnig átt afmæli á þessum degi en hann lést árið 2023. Stefán sem var fæddur árið 1954, var hér á árum áður hljómborðsleikari í hljómsveitum eins og Umróti og Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar en stjórnaði síðan Karlakórnum Heimi og vann mikið með Álftagerðisbræðrum sem stjórnandi og undirleikari.
Vissir þú að hljómsveitin Lola frá Seyðisfirði sigraði hljómsveitakeppni sem haldin var í Atlavík um verslunarmannahelgina 1982?














































