Hljómsveit Óla Thorsteinssonar (1941-47)

Vestur-Íslendingurinn Óli Thorsteinsson (Ólafur Steingrímur Þorsteinsson Thorsteinsson) starfrækti hljómsveit eða hljómsveitir á fimmta áratug síðustu aldar á Gimli í Manitoba í Kanada, sem virðist einkum hafa leikið á Íslendingadeginum sem haldinn var þar hátíðlegur í ágúst ár hvert. Þessi sveit lék að minnsta kosti tvívegis á þess konar hátíðum, árin 1941 og 1947 en fyrrnefnda árið var sveitin reyndar kölluð Óli Thorsteinsson Old Time Orchestra.

Engar frekari upplýsingar er að finna um hljómsveitir Óla, sjálfur lék hann á fiðlu en engar heimildir finnast um aðra meðlimi eða skipan hljóðfæra sveitarinnar.