Krossfield drengjakórinn var hljómsveit sem starfrækt var í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit á árunum í kringum síðustu aldamót, sveitin er í einni heimild að minnsta kosti kölluð Hljómsveit Ólafs Arngrímssonar.
Krossfield drengjakórinn skipuðu áðurnefndur Ólafur Arngrímsson þáverandi skólastjóri á Stórutjörnum sem lék á hljómborð, Jaan Alavere kennari við skólann var hljómborðs-, harmonikku- og fiðluleikari, og Sigurður Birgirsson og Þórhallur Bragason sem einnig voru starfsmenn skólans önnuðust sönginn – hinir tveir sungu reyndar einnig.
Þessi hljómsveit lék á hefðbundnum dansleikjum auk þorrablóta, árshátíða og annars konar samkoma víða um land, mest á heimaslóðum norðanlands, hér má nefna hjónaball á Breiðumýri í Reykjadal, Álfaborgarséns á Borgarfirði eystra um verslunarmannahelgi, þorrablót Þingeyingafélagins í félagsheimili Seltirninga og víðar.
Sveitin starfaði á árunum 1995 til um það bil 2010.














































