Hljómsveit Óskars Guðmundssonar og Þorvaldar Björnssonar (1989)

Haustið 1989 kom fram harmonikkuhljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Hljómsveit Óskars Guðmundssonar og Þorvaldar Björnssonar en hún lék í fáein skipti á dansleikjum Eldridansaklúbbsins Eldingar.

Engin frekari deili er að finna á þessari sveit, hverjir skipuðu hana aðrir en Óskar og Þorvaldur – Þorvaldur var þekktur harmonikkuleikari en ekki liggur fyrir hver Óskar var, hér er giskað á að um sé að ræða Óskar Guðmundsson sem starfrækt hafði hljómsveit á Selfossi tveimur áratugum fyrr en hann var um þetta leyti að flytja aftur heim frá Svíþjóð.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um sveitina.