Hljómsveit Páls Dalman (1938)

Hljómsveit Páls Dalman starfaði í fáeina mánuði á Hótel Borg vorið og sumarið 1938.

Svo virðist sem Páll Dalman hafi komið hingað til lands í mars 1938 frá Englandi ásamt tveimur enskum hljóðfæraleikurum en sjálfur var Páll af vestur-íslenskum ættum og hafði búið í Winnipeg, hann var trompetleikari en ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri hinir tveir léku. Sveinn Ólafsson fiðluleikari og Vilhjálmur Guðjónsson klarinettuleikari munu hafa leikið með þeim félögum á Borginni en Þorvaldur Steingrímsson og Óskar Cortes leystu þá síðan af hólmi.

Ekki finnast neinar frekari upplýsingar um þessa sveit.