Iceland Airwaves tónlistarhátíðin er nú í þann mund hefjast í 25. skipti en hátíðin hefur verið hluti af reykvísku tónlistarlífi síðan 1999 þegar hún var haldin í fyrsta sinn í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Hátíðin verður sett á morgun, fimmtudag og mun standa fram á sunnudag en fyrstu viðburðirnir eru reyndar á dagskrá strax í dag.
Fjöldinn allur af íslenskum og erlendum hljómsveitum og tónlistarfólki mun stíga á svið víðs vegar um miðbæinn um helgina s.s. í Iðnó, Listasafni Reykjavíkur, Gauknum, Nasa, Fríkirkjunni og Kolaportinu og aukinheldur verður mikill fjöldi ókeypis off venue viðburða sem hægt er að sækja armbandslaust t.d. í plötubúðum eins og 12 tónum, Smekkleysu, Reykjavík record shop og Lucky records.
Það er veisla framundan eins og alltaf á Airwaves.














































