
Haukur Sveinbjarnarson
Tvö afmælisbörn koma við tónlistarsögu Glatkistunnar á þessum degi:
Leó (Reynir) Ólason hljómborðsleikari frá Siglufirði er sextíu og níu ára gamall á þessum degi, hann hefur komið víða við á hljómsveitaferli sínum og hefur leikið með sveitum eins og Frum, Hendrix, Vönum mönnum og Miðaldamönnum auk fleiri. Leó hefur jafnframt gefið út efni í eigin nafni og haft veg og vanda af útgáfu platna sem tengjast heimabæ hans, Siglufirði.
Einnig hefði Haukur Sveinbjarnarson átt afmæli á þessum degi. Haukur fæddist árið 1928 og lék á harmonikku og hugsanlega fleiri hljóðfæri með nokkrum hljómsveitum á yngri árum s.s. Stereo og S.O.S. en einnig sveitum í eigin nafni. Hann sendi frá sér plötuna Kveðju árið 1988 en sú skífa var síðar endurútgefin nokkur breytt árið 1996. Haukur lést árið 2018.
Vissir þú að sagan segir að bera hafi þurft hljómsveit af sviðinu í hljómsveitaskeppninni í Atlavík sumarið 1984 því sveitin dó þar áfengisdauða?














































