Myndasyrpa frá Airwaves 2024

GDRN í Listasafninu

Eins og síðustu ár hefur Glatkistan deilt myndum frá Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Á Facebook síðu Glatkistunnar má nú líta fjöldann allan af slíkum myndum frá fimmtudagskvöldinu en hátíðin er enn í fullum gangi víðs vegar um borgina og verður fram á sunnudag. Þá er minnt á að fjöldi ókeypis off venue viðburða eru í gangi og ástæða til að hvetja fólk að njóta tónlistar af öllu tagi alla helgina.