Fjölmargir prentarar störfuðu sem tónlistarmenn á sínum tíma og reyndar virðist hafa verið vinsælt meðal tónlistarmanna að læra prentiðnina enda hafi það samræmst ágætlega m.t.t. vinnutíma og slíks. Meðal prentara í tónlistargeiranum á þessum tíma má nefna nöfn eins og Skapta Ólafsson, Hauk Morthens, Magnús Ingimarsson, Viðar Alfreðsson, Harald Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Braga Einarsson og Karl O. Runólfsson svo nokkur dæmi séu tekin.
Um tíma var m.a.s. starfrækt hljómsveit prentara sem lék á dansleikjum, skemmtunum og öðrum uppákomum innan starfsstéttarinnar, þessi sveit var líklega starfandi í kringum 1955 og þá undir stjórn Karls O. Runólafssonar – hins vegar finnast engar frekari upplýsingar um hverjir skipuðu þessa sveit og er því hér með óskað eftir þeim.


