Hljómsveit Róberts Arnfinnssonar (1949)

Leikarinn góðkunni Róbert Arnfinnsson var einnig tónlistarmaður og lék með hljómsveitum á sínum yngri árum en söng jafnframt inn á nokkrar plötur þegar hann varð eldri. Hann starfrækti hljómsveit í eigin nafni sem lék að minnsta kosti einu sinni opinberlega en það var á dansleik Æskulýðsfylkingarinnar sem haldinn var í Vík í Mýrdal snemma sumars 1949.

Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu sveitina með Róberti en sjálfur lék hann á harmonikku og hefur jafnvel einnig sungið. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit Róbert