Haustið 1962 hélt Útvegsbankinn skemmtun fyrir börn starfsmanna sinna og meðal skemmtiatriða sem þar voru í boði var unglingahljómsveit sem gekk undir nafninu Hljómsveit S.G.
Þessi hljómsveit S.G. (Hljómsveit Sveins Guðjónssonar) var skipið ungum tónlistarmönnum á aldrinum 14 til 16 ára og var sá yngsti í hópnum titlaður hljómsveitarstjóri hennar en það var Sveinn Guðjónsson píanóleikari, aðrir meðlimir sveitarinnar voru Guðni Pálsson saxófónleikari [?], Sigurður Kristjánsson [?], Ásgrímur Hilmarsson [?] og Jón Pétur Jónsson bassaleikari. Þrír meðlima sveitarinnar, þeir Sveinn, Guðni og Jón Pétur störfuðu um svipað leyti með hljómsveitinni Alto en þeir áttu síðar eftir að vera í hljómsveitinni Roof tops sem varð öllu þekktari.
Ekki liggur fyrir hvort þessi sveit starfaði lengi.














































