Hljómsveit S.G.T. (1937-43)

Hljómsveit starfaði á árunum 1937 til 1943 undir nafninu Hljómsveit S.G.T. (Hljómsveit SGT) en það er skammstöfun fyrir Skemmtifélag Góðtemplara, erfitt er að segja til um hvort hér sé um eina eða margar hljómsveitir að ræða því hún er húshljómsveit sem lék í Góðtemplarahúsinu (Gúttó við Tjörnina), en líklegt hlýtur að teljast að um sé að ræða fleiri en eina sveit eða sveitir sem hafa verið settar saman sérstaklega fyrir stakar uppákomur í húsinu.

Fyrstu heimildir um hljómsveit Skemmtifélags Góðtemplara eru frá haustinu 1937 og næstu árin á eftir lék sveitin að því er virðist á áramótadansleikjum Góðtemplara allt til 1943, og stöku sinnum einnig á öðrum árstímum. Engar frekari upplýsingar finnast um meðlimi eða hljóðfæraskipan sveitarinnar / sveitanna nema að sumarið 1940 var um að ræða fimm manna sveit – það er allt og sumt sem liggur fyrir um hana.

Glatkistan óskar því eftir frekari upplýsingum um þessa hljómsveit.