Söngkonan Sigga Guðna (Sigríður Guðnadóttir) kom fram með eigin hljómsveit undir nafninu Hljómsveit Siggu Guðna á fjölskylduskemmtun í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum síðla sumars 2004.
Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um þessa sveit, meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan, hvort hún var sett saman fyrir þessa einu uppákomu eða hvort hún á sér lengri sögu en óskað er eftir þeim upplýsingum.


