Hljómsveit Sigurðar Þ. Guðmundssonar lék um eins árs skeið í Þjóðleikhúskjallaranum árið 1963 og 64.
Sveitin hóf að leika í Leikhúskjallaranum um haustið 1963 og var í fyrstu kölluð Tríó Sigurðar Þ. Guðmundssonar en hlaut svo hljómsveitar-titilinn. Meðlimir sveitarinnar voru þau Sigurður Þ. Guðmundsson píanóleikari, Axel Kristjánsson og Reynir Sigurðsson sem líklega hafa skipt með sér bassa og gítar, og svo söngkonan Elly Vilhjálms (Eldey Vilhjálmsdóttir). Sveitin starfaði fram á haustið 1964 og hafði þá starfað í um eitt ár.














































