Hljómsveit Snorra Halldórssonar (1934)

Hljómsveit Snorra Halldórssonar virðist hafa verið stofnuð fyrir einn viðburð, styrktardansleik sem haldinn var á vegum Glímufélagsins Ármanns í Iðnó sumarið 1934 en þar lék sveitin ásamt Hljómsveit Aage Lorange til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftanna á Dalvík en stór jarðskjálfti hafði þá nýverið skekið norðurhluta landsins.

Hvorki liggja fyrir frekari deili á þessari hljómsveit Snorra Halldórssonar né um Snorra sjálfan nema að sveitin var fimm manna, og er því hér með óskað eftir frekari upplýsingum um hvort tveggja þ.m.t. meðlimi og hljóðfæraskipan sveitarinnar.