Hljómsveit Stefáns Péturssonar (1984-86)

Upplýsingar óskast um Hljómsveit Stefáns Péturssonar sem virðist hafa starfað á árunum 1984 til 86. Á þeim árum lék sveit með því nafni í nokkur skipti, m.a. á árshátíð sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og við vígslu félagsheimilis austur í Vestur-Skaftafellssýslu. Hvergi er að finna nein frekari deili á þessari hljómsveit, s.s. meðlima- eða hljóðfæraskipan hennar og má vel vera að hér sé um að ræða einhvers konar rugling við Hljómsveit Stefáns P. (Þorbergssonar) sem fór mikinn á þessum árum og lék mikið á árshátíðum og þess konar samkomum.

Alltént er óskað eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.