
Hljómsveit Þorsteins Magnússonar
Hljómsveit Þorsteins Magnússon starfaði haustið 1982, og var hugsanlega sett saman fyrir einn viðburð – maraþontónleika SATT í Tónabæ en þar var gerð tilraun til heimsmets. Þess má geta að hljómsveitin lék í tólf tíma samfleytt í Tónabæ.
Ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um þessa sveit, meðlimir hennar voru auk Þorsteins sem lék á gítar þeir Pétur Hjaltested hljóðgervlaleikari og Jakob Smári Magnússon bassaleikari og bróðir Þorsteins, verið getur að fleiri hafi verið í sveitinni. Þorsteinn Magnússon hafði um þetta leyti nýlega gefið út sólóplötuna Líf undir nafninu Stanya og líklega hafa þeir félagar leikið efni af þeirri plötu en þá tónlist mætti flokka sem tilraunatónlist.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit Þorsteins.














































