Hljómur [5] (2011-)

Hljómur

Kór eldri borgara hafði starfað frá árinu 1990 við Neskirkju undir nafninu Litli kórinn og hafði Inga J. Backman stjórnað honum fyrsta áratug nýrrar aldar. Magnús Ragnarsson tók við kórstjórninni og fljótlega eftir það (haustið 2011) var nafni kórsins breytt í Hljómur.

Eftir nafnabreytinguna var Magnús með kórinn í eitt ár og haustið 2012 tók Jóhanna Halldórsdóttir við söngstjórninni. Hún átti eftir að halda utan um kórinn til haustsins 2016 þegar Hildigunnur Einarsdóttir tók við og tveimur árum síðar hafði Steingrímur Þórhallsson organisti við kirkjuna leyst hana af hólmi en hann hafði verið á hliðarlínunni lengi vel. Steingrímur stjórnar Hljómi í dag en kórinn syngur reglulega við messur og annað helgihald við Neskirkju auk þess að syngja eitthvað utan kirkjunnar einnig.