
Homoz with tha homiez
Hljómsveitin Homoz with tha homiez (einnig ritað Homos and the homies) starfaði í nokkra mánuði árið 2004 og lék þá í nokkur skipti opinberlega á höfuðborgarsvæðinu – m.a. í tengslum við Gleðigönguna, sveitin var líklega cover band og er í fjölmiðlum sögð leika hip hop skotið þjóðlagapopp.
Homoz with tha homiez hafði einhverjar rætur í Menntaskólanum við Hamrahlíð en stór hluti sveitarinnar að minnsta kosti hafði verið í skólakórnum þar, meðlimir hennar voru Kristín Þórhalla Þórisdóttir (Kidda rokk) gítarleikari, Hildigunnur [Einarsdóttir?] (Hidda rokk) [?], Arndís Hreiðarsdóttir (Dísa Marley) trommuleikari [?], Sigríður Thorlacius (Sigga Marley) söngkona, Guðrún Lára Alfreðsdóttir (Nana Chick) [?] og Högni Egilsson (Högni Dick) söngvari. Skjöldur Eyfjörð mun einnig eitthvað hafa komið fram með sveitinni sem plötusnúður.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um hljóðfæraskipan sveitarinnar.














































