
Hooker swing
Subburokksveitin Hooker swing starfaði á árunum 2005 til 2009 á höfuðborgarsvæðinu, líklega í Hafnarfirði og lék töluvert á tónleikum og öðrum tónlistartengdum uppákomum á þeim tíma svo sem á Iceland Airwaves, X-mas tónleikum X-sins, Innipúkanum og á Grandrokk, Gauknum og víðar.
Hooker swing var líklega fimm manna sveit en ekki liggja fyrir nöfn allra meðlima hennar og er því óskað eftir þeim sem og um hljóðfæraskipan hennar. Helgi Stefánsson gítarleikari, Svavar Örn Jónsson trommuleikari og Ágúst Bent Sigbertsson voru meðal meðlima hennar en nöfn annarra vantar.
Kjarni sveitarinnar var síðan í hljómsveitinni Blues Willis.














































