Hornafjarðargengið (1993)

Hljómsveit, væntanlega einhvers konar djasshljómsveit, kom fram á Djasshátíðinni á Egilsstöðum sumarið 1993 undir nafninu Hornafjarðargengið.

Sveitin hefur augljóslega verið frá Höfn í Hornafirði og kom fram í dagskrá djasshátíðarinnar en einnig mun hún hafa leikið á dansleik sem haldin var að hátíðinni lokinni, og með henni sex söngvarar. Allar upplýsingar vantar hins vegar um hverjir skipuðu þessa hljómsveit sem og um hljóðfæraskipan hennar, jafnframt vantar upplýsingar um hversu lengi hún starfaði.