H2O [2] (1989)

Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður starfrækti hljómsveit undir nafninu H2O (ekki H20) sumarið og haustið 1989 en um það leyti gaf hann út sólóplötu sem bar titilinn Tryggð og var plötunni að einhverju leyti fylgt eftir með spilamennsku þessarar sveitar með spilamennsku á pöbbum á höfuðborgarsvæðinu – mest í Firðinum í Hafnarfirði, en einnig lék sveitin í Keflavík. Þá má nefna að H2O var ein fjölmargra hljómsveita sem kom fram á Rykkrokk-tónleikunum í Breiðholti síðsumars.

Engar upplýsingar er að finna í heimildum um meðlimi hljómsveitarinnar, og ekkert bendir til þess að þeir hljóðfæraleikarar sem komu við sögu á fyrrgreindri plötu hafi verið meðlimir sveitarinnar. Upplýsingar þess efnis væru vel þegnar.

Þess má geta að vorið 1988 hafði hljómsveit að nafni H2O (eða H20) auglýst eftir trommuleikara í smáauglýsingum DV en óvíst er hvort um er að ræða sömu sveit og er hér til umfjöllunar, eða allt aðra sveit.