
Guðmundur Óli Pálmason
Guðmundur Óli Pálmason trommuleikari (Sólstafir o.fl.) gaf út kassettuna „A death odyssey“ undir aukasjálfinu Hólókaust 2001 árið 2001 og annaðist þar allan hljóðfæraleik sjálfur og söng. Hólókaust 2001 var því fyrst og fremst hljóðversverkefni, að minnsta kosti liggja ekki fyrir upplýsingar um að hann hafi sett saman sveit til að leika opinberlega undir þessu nafni.
Kassettan „A death odyssey“ var gefin út í fimm hundruð tölusettum eintökum af rússneska útgáfufyrirtækinu Frozen landscape production, og var líklega eina útgáfa Hólókaust 2001.














































