Hórukórinn (2001)

Hórukórinn var meðal flytjenda á tónleikum sem haldnir voru í mars 2001 til að fagna tíu ára afmæli harðkjarnasveitarinnar Forgarðs helvítis, efni af tónleikunum var síðar sama ár gefið út á plötunni Afmæli í helvíti og þar er eitt lag „sveitarinnar“ að finna.

Ekki finnast margar heimildir um Hórukórinn en ein þeirra hermir að hér sé um að ræða eins manns sveit Arnars Snæbergs Jónssonar sem hefur hin síðari ár verið þekktur undir nafninu Hemúllinn.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Hórukórinn.