Hljómsveitin Hraðakstur bannaður starfaði á árunum 2004 til 2008 og hugsanlega lengur, innan Fjölmenntar – símenntunar- og þekkingarmiðstöðvar fatlaðra.
Fremur litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina aðrar en að söngvarar hennar voru þau Magnús Paul Korntop og Aileen Soffía Svensdóttir en hún lék einnig á hljómborð. Hraðakstur bannaður lék í fjölmörg skipti á tónleikum og skemmtunum á vegum Fjölmenntar og Listar án landamæra, og hitaði m.a.s. upp í eitt skipti fyrir Stuðmenn.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa hljómsveit.














































