Hreyfilskórinn [2] (1993-98)

Hreyfilskórinn

Hreyfilskórinn hinn síðari, einnig nefndur Kvennakór Hreyfils starfaði í nokkur ár á tíunda áratugnum og var eins og síðarnefnda heitið gefur til kynna, kvennakór.

Hreyfilskórinn, sem var stofnaður haustið 1993, söng undir stjórn Sigurbjargar Petru Hólmgrímsdóttur frá upphafi og til árins 1997 en þá tók Sigurður Bragason við söngstjórninni, hann virðist hafa stjórnað kórnum í eitt ár en engar heimildir finnast um kórinn eftir 1998 – það ár mun hann hafa farið í söngferðalag til Ítalíu. Annar söng Hreyfilskórinn við ýmis tækifæri s.s. á kóramótum kvennakóra o.fl.