
Emajor
Blússveitin Emajor (E-major) hefur verið starfandi undir því nafni frá því um snemma árs 2023 en áður hafði sveitin gengið undir nafninu Blúsvinir Díönu og starfað um nokkurt skeið undir því nafni.
Emajor skipa þau Diana Von Ancken (Mama Di) söngkona, Daði Halldórsson gítarleikari, Gautur Þorsteinsson hljómborðsleikari, Steingrímur Bergmann Gunnarsson trommuleikari og Ólafur Friðrik Ægisson bassaleikari, sveitin hafði einmitt tekið upp nýja nafn sitt þegar sá síðast taldi gekk til liðs við hana.
Emajor hefur látið til sín taka á blússviðum höfuðborgarsvæðisins og leikið á stöðum eins og Lemmy, Bryggjunni brugghúsi og Djúpinu svo eitthvað sé nefnt en sveitin hefur einnig komið fram s.s. við setningu Blúshátíðar í Reykjavík hjá Krúserklúbbnum.














































