
Hrókar alls fagnaðar
Sumarið 2007 starfaði hljómsveit undir merkjum Listahóps Seltjarnarness undir nafninu Hrókar alls fagnaðar, sveitin tróð upp við ýmis tækifæri þetta sumar s.s. fyrir gesti sundlaugarinnar á Seltjarnarnesi, fyrir aldraða og víðar.
Meðlimir Hróks alls fagnaðar voru þau Kjartan Ottósson gítarleikari, Gunnar Gunnsteinsson bassaleikari [og söngvari?], Ragnar Árni Ágústsson hljómborðsleikari, Jason Egilsson trommuleikari, Lárus Guðjónsson [?], Ragnheiður Sturludóttir söngkona og ásláttarleikari og Hilmar Guðjónsson [gítarleikari?]. Flestir meðlimir sveitarinnar voru einnig í hljómsveitinni Bertel.














































