
Hughrif
Hljómsveitin Hughrif kom frá ýmsum þéttbýlisstöðum á Suðurlandi árið 2015 og keppti þá í Músíktilraunum en sveitin hafði verið stofnuð fáeinum vikum fyrir tilraunirnar og hafði reyndar þá hljóðritað tvö lög sem finna má á Youtube.
Meðlimir sveitarinnar, sem var sjö manna voru Hörður Alexander Eggertsson píanóleikari, Sóley Sævarsdóttir Meyer söngkona, Kristján Gíslason hljómborðsleikari, Axel Örn Sæmundsson bassaleikari, Þórir Gauti Pálsson gítarleikari, Guðjón Axel Jónsson gítarleikari og Njáll Laugdal Árnason trommuleikari.
Hughrif komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna, starfaði fram á sumarið að minnsta kosti, þá kom sveitin fram í útvarpsþættinum Skúrnum á Rás 2 en síðan hefur ekkert spurst til hennar














































