
Hulda
Svokallaðar leynihljómsveitir nutu nokkurra vinsælda um miðjan áttunda áratug síðustu aldar og er skemmst að minnast í því samhengi Ðe lónlí blúbojs og Stuðmanna sem komu fram um það leyti. Hljómsveitin Hulda var einnig af því taginu en hún mun að einhverju leyti hafa verið skipuð þekktum tónlistarmönnum þegar hún kom fram í fáein skipti sumarið 1975 – m.a. í Klúbbnum. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um hverjir það voru sem skipuðu þessa sveit en upplýsingar um hana mætti gjarnan senda Glatkistunni.
Þess má geta að í blaðaumfjöllunum hlaut Hulda fremur slæma útreið.














































