Hunangsbandið var hljómsveit sem starfaði innan trúfélagsins Vegarins og flutti lofgjörðartónlist innan safnaðarins.
Þessi sveit kom m.a. fram á útgáfutónleikum Herdísar Hallvarðsdóttur haustið 1998 en engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit, hversu lengi hún starfaði, hverjir skipuðu hana eða hver hljóðfæraskipan hennar var. Óskað er eftir þeim upplýsingum hér með.














































